Um Seafresh
Um okkur
Seafresh ehf er umboðsaðili Xyrex © og býður einstakar hágæða vörur sem auka verðmæti sjávarafla með útrýmingu baktería í fiski og stjórnar óæskilegri ensímvirkni í rækju og humri.
Einnig býður Seafresh ehf vörur frá Cyrus Energy sem er sérhæfður framleiðandi íblöndunarefna í eldsneyti og þá sérstaklega Dísel olíu . Varan er þróuð með það að leiðarljósi að hámarka skilvirkni eldsneytis en minnka útblástur véla og þannig takmarka mengun sem um leið dregur úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
Fjölbreytt úrval Cyrus Energy varanna nær til alls iðnaðar sem nýtir olíu sem orkugjafa þ.m.t sjávarútveg , landbúnað og fl.
Hjá Seafresh finnur þú allt sem þú þarft á einum stað
Við hjá Seafresh bjóðum frábæra þjónustu, við getum frætt starfsfólk og eigendur fyrirtækja um notkun og virkni efnanna. Einnig höfum við vélvirkja og pípulagningameista á okkar snærum sem geta komið upp tækjabúnaði s.s. kvoðukerfi og skammtara.
Seafresh ehf býður lausnir sem ekkert annað fyrirtæki á Íslandi getur boðið, hágæða vörur sem auka verðgildi sjávar- og landbúnaðarafurða.
Við sendum vörur innan höfuðborgarsvæðissins og komum vöru á flutningsaðila endurgjaldslaust.
Vörurnar okkar
Xyrex og Cyrus vörurnar eru einstakar og leysa margvísleg gæðastjórnunar-vandamál sem upp koma innan fyrirtækja betur en nokkur önnur efni.
Xyrex © vörurnar eru einstakar hágæða vörur sem auka verðmæti sjávarafla með útrýmingu baktería í fiski og stjórna óæskilegri ensímvirkni í rækju og humri betur en nokkur önnur fánleg efni.
Vörurnar frá Xyrex henta sérstaklega vel til notkunar um borð í fiskiskipum, fiskvinnslum og fiskeldisstöðvum. Vöruúrval okkar samanstendur annars vegar af vörum sem auka verðmæti og gæði fiskafurða til muna og hins vegar hreinsi- og viðhaldsefni sem henta til meðhöndlunar og þrifa á fiskvinnslum og tækjakosti við fiskvinnslu bæði til sjós og lands sem einnig skila betri gæðum sjávarafurða með umtalsvert meira geymsluþoli. Xyrex vörurnar henta reyndar allri matvælavinnslu sérstaklega vel.
Hafðu samband
Hafðu samband
- BSV ehf. Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík
- Po. Box 8532
- 571 4000
- seafresh@seafresh.is